Fréttablaðið um „Varg“: Sök bítur seka…

Baltasar Breki og Gísli Örn Garðarsson í Vargi.

Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu segir Varg Barkar Sigþórssonar koma skemmtilega og ánægjulega á óvart.

Þórarinn segir meðal annars:

Hér smellur allt saman í sterka, áhrifaríka og áleitna heild. Sagan er góð, kvikmyndataka og klipping upp á 10 og tónlistin smellpassar við efnið. Persónurnar eru sannfærandi og tútna út í meðförum leikaranna sem fara með himinskautum þegar best lætur.

Og ennfremur:

Vargur kemur skemmtilega og ánægjulega á óvart og er í raun miklu frekar þéttur og hrár sálfræðitryllir og grípandi karakterstúdía frekar en dæmigerð glæpamynd.

Í raun er fátt út á þessa mynd að setja en þess mikilvægara að hvetja fólk til þess að láta hana alls ekki fram hjá sér fara. Mig grunar nefnilega að markaðsdeildin hafi skitið aðeins á sig vegna þess að stiklan úr myndinni gefur engan veginn rétta hugmynd um hvers eðlis Vargur er.

Þar er freistast til þess að teikna upp hart keyrðan og helst til dæmigerðan ofbeldiskrimma þegar myndin er allt annað og svo miklu meira. Góð glæpamynd er hún vissulega en engan veginn dæmigerð og hefur miklu víðari skírskotun en staðlaðir krimmar.

Sjá nánar hér: Fréttablaðið – Bíódómur: Sök bítur seka…

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR