Birgit Guðjónsdóttir fær þýsk heiðursverðlaun

Birgit Guðjónsdóttir (mynd: Thorsten Jander – WDR).

Birgit Guðjónsdóttir tökumaður hlýtur heiðursverðlaun þýsku myndatökuverðlaunanna – Deutscher Kamerapreis – sem Vestur-þýska útvarpið WDR veitir árlega. RÚV greinir frá.

Í frétt RÚV segir meðal annars:

Verðlaunin eru veitt tökumönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði, bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Birgit Guðjónsdóttir er fædd í Reykjavík 1962. Hún er af íslenskum og austurrískum uppruna og hefur starfað við kvikmyndagerð í Þýskalandi um langt skeið. Hún hefur unnið jöfnum höndum að gerð kvikmynda, heimildamynda og auglýsinga.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að Birgit takist að myndgera alvarleg málefni á tilfinningaríkan hátt, sem knýi áhorfendur til að hugsa.

Sjá nánar hér: Birgit Guðjónsdóttir fær þýsk heiðursverðlaun

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR