Aðsókn | “Fyrir framan annað fólk” komin yfir tíu þúsund gesti

Svandís Dóra Einarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hafdís Helga Helgadóttir og Snorri Engilbertsson fara með helstu hlutverkin í Fyrir framan annað fólk.
Svandís Dóra Einarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hafdís Helga Helgadóttir og Snorri Engilbertsson fara með helstu hlutverkin í Fyrir framan annað fólk.

Reykjavík er í 16. sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er áfram í 8. sæti eftir þá sjöundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 46 vikur.

Reykjavík fékk alls 153 gesti í vikunni. Myndin hefur nú fengið alls 2,462 gesti eftir fimm sýningarhelgar.

Fyrir framan annað fólk fékk 436 gesti í vikunni. Myndin hefur nú fengið alls 10,287 gesti eftir sjö sýningarhelgar.

Þá er Hrútar komin með alls 22,246 gesti eftir 46 sýningarhelgar.

Aðsókn á íslenskar myndir 4.-10. apríl 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
7Fyrir framan annað fólk436 10,287
5Reykjavík153 2,462
46Hrútar-22,246
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR