„The Show of Shows“ sýnd í bíó

The Show of Shows-posterSýningar á heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, hófust í Sambíóunum s.l. fimmtudag. Myndin hefur áður farið á fjölda hátíða og er nú sýnd á Tribeca hátíðinni í New York.

Myndin fjallar um farandsirkusa, kabarett og aðrar tegundir sýninga sem geta talist tilheyra „gamla tímanum.“ Safnefni og tónlist Georgs Hólm, Orra Dýrasonar og Hilmars Arnar Hilmarssonar er blandað saman svo úr verður merkilegt ferðalag aftur í tímann.

Meðal annars er í myndinni efni frá Jóhanni risa sem hann tók sjálfur og einnig myndir af Jóhannesi á Borg að berjast við Indjána og fleira þjóðlegt. Mestanpart er myndefnið þó fengið frá hinu svokallaða National Fairground Archive sem Sheffield háskólinn geymir og inniheldur meðal annars evrópskt og amerískt efni alveg aftur til loka nítjándu aldar.

Framleiðendur eru Margrét Jónasdóttir, Mark Atkin og Heather Croall, Sagafilm og Crossover Lab.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR