spot_img
HeimEfnisorðThe Show of Shows: 100 Years of Vaudeville Circuses and Carnivals

The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville Circuses and Carnivals

„Show of Shows“ Benedikts meðal helstu heimildamynda í samantekt The Guardian

The Guardian birtir handvalinn lista nokkurra heimildamyndagerðarmanna og annarra sérfræðinga um helstu heimildamyndir samtímans. Alls eru tíndar til sjö myndir og þar á meðal er Show of Shows Benedikts Erlingssonar, ásamt margverðlaunuðum myndum á borð við The Act of Killing, Exit Through the Gift Shop og Jiro Dreams of Sushi.

Morgunblaðið um „The Show of Shows“: Framúrstefnulegt meistaraverk

The Show of Shows er eins og söguleg og blæbrigðarík kviksjá sem hringsnýst sífellt hraðar og virðist alltaf við það að verða hamslausir órar. Stórbrotnar myndfléttur myndarinnar eru framúrstefnulegt meistaraverk," segir Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um þessa heimildamynd Benedikts Erlingssonar.

„The Show of Shows“ sýnd í bíó

Sýningar á heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, hófust í Sambíóunum s.l. fimmtudag. Myndin hefur áður farið á fjölda hátíða og er nú sýnd á Tribeca hátíðinni í New York.

„The Show of Shows“ á Tribeca hátíðina

Heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, sem framleidd er af Margréti Jónasdóttur, Mark Atkin og Heather Croall, Sagafilm og Crossover Lab, hefur verið valin inn á hina virtu Tribeca kvikmyndahátíð í New York.

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.

Sýningar á „The Show of Shows“ Benedikts Erlingssonar hefjast í London í dag

Sýningar á heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, hefjast í London í dag. Myndin hefur áður verið sýnd á hátíðum, t.d. Sheffield og San Sebastian

„The Show of Shows“ Benedikts Erlingssonar til San Sebastian

Heimildamynd Benedikts Erlingssonar, The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals (áður: The Greatest Shows on Earth), hefur verið valin til þátttöku í „Zabaltegi“ hluta San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 18.-26. september. Skemmst er að minnast þess að Hross í oss Benedikts hóf sigurgöngu sína á sömu hátíð fyrir tveimur árum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR