„Possession“ næsta Svarta sunnudag

Sunna Rún Pétursdóttir gerði plakatið fyrir Possession.
Sunna Rún Pétursdóttir gerði plakatið fyrir Possession.

Svartir sunnudagar fóru vel af stað um síðustu helgi en þá var sýnd mynd David Cronenberg, Videodrome. Næsta sunnudag verður sýnd hrollvekjan Possession eftir Andrzej Zulawski frá 1981.

Ung hjón, Mark og Anna, eiga í hjónabandsörðugleikum. Mark grunar Önnu um að eiga í framhjáhaldi með öðrum manni, og upplifir furðulega hegðun og stórkostlega ógnvekjandi atburðarás sem gefur vísbendingar um það að um sé að ræða umfangsmeiri og skelfilegri yfirnátturlegt ástarsamband en hann grunaði í fyrstu. Isabelle Adjani fékk leikverðlaunin í Cannes árið 1981 fyrir leik sinn í hlutverki Önnu, konu sem á í ástarsambandi við djöfullega veru í yfirgefnu húsi í Vestur-Berlín. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára.

Athugið að myndstiklan hér fyrir neðan er ekki við hæfi barna.

Sjá nánar hér: Svartir Sunnudagar: Possession.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR