Heim Bíó Paradís Jólaveisla í Bíó Paradís

Jólaveisla í Bíó Paradís

-

Tveir meistarar nútíma kvikmynda eru í framlínu jóladagskrár Bíó Paradísar með sín nýjustu verk. Annarsvegar Pedro Almodovar með mynd sína I’m So Excited sem frumsýnd er 20. desember og hinsvegar Michel Gondry hvers Mood Indigo hefst 26. desember.

Ýmislegt annað kræsilegt er á jólahlaðborðinu og má þar nefna klassískt jólamyndaþema með myndum á borð við National Lampoon’s Christmas Vacation, Chitty Chitty Bang Bang og All Dogs Go To Heaven.

Jólasýning Svartra sunnudaga er ærslahrollurinn sígildi, Gremlins og einnig er boðið uppá sérstakt jólahryllingsþema fyrir þar til þenkjandi.

Þá halda áfram sýningar á gæðamyndunum Gravity (í þrívídd), Long Walk to Freedom og Philomena sem allar þykja líklegar til tilnefninga í upphafi næsta árs.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.