Bíó Paradís opnar aftur í haust

Bíó Paradís (Mynd: Vísir/Vilhelm Gunnarsson).

Bíó Paradís mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 24. mars vegna faraldursins. Fyrir lokunina hafði verið tilkynnt að bíóinu yrði lokað frá 1. maí vegna fjárskorts.

Vísir greinir frá og þar segir meðal annars:

Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslum á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar.

Sjá nánar hér: Bíó Paradís bjargað – Vísir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR