HeimBíó ParadísSpurt og svarað með Jesper Morthost framleiðanda "Stille hjerte" í Bíó Paradís...

Spurt og svarað með Jesper Morthost framleiðanda „Stille hjerte“ í Bíó Paradís mánudagskvöld, 20 frímiðar á myndina í boði

-

Bille August.
Bille August.

UPPFÆRT: Því miður er Bille August leikstjóri fastur við störf í Kína og verður því fjarrri góðu gamni í kvöld. Í staðinn mun framleiðandi myndarinnar, Jesper Morthost, svara spurningum eftir sýninguna. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt á morgun þriðjudag í Hörpu, en Stille hjerte er tilnefnd til verðlaunanna. Sýningin er semsagt í kvöld, mánudagskvöld, 26. október kl. 20. Frítt er á sýninguna.

Stille hjerte fjallar um fjölskyldu sem hittist yfir helgi. Móðirin sem glímir við veikindi óskar þess að fá að deyja áður en að sjúkdómur hennar versnar og það setur fjölskylduna í afar erfiða stöðu.

Myndin verður sýnd með enskum texta. Hún skartar úrvalsliði leikara, m.a. Paprika Steen, Ghita Nørby, Pilou Asbæk og Jens Albinus.

Ásgrímur Sverrisson ritstjóri Klapptrés mun stýra umræðum eftir sýningu.

Bíó Paradís gefur jafnframt 20 miða á myndina þann tíma sem sýningar standa yfir. Lysthafendur sendi póst á midasala@bioparadis.is. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR