„Garn“ í Bíó Paradís

Sýningar á heimildamyndinni Garn eftir Unu Lorenzen hefjast í Bíó Paradís á morgun, 9. september. Heather Millard og Þórður Jónsson framleiða.

Myndin hefur þegar ferðast á nokkrar hátíðir beggja vegna Atlantsála og gengið hefur verið frá dreifingu í Bandaríkjunum.

Í kynningu um myndina segir:

Hið gamalgróna prjón og hekl er orðið partur af vinsælli bylgju í nútíma og götulist. Við fylgjumst með alþjólegu lista og handverksfólki útfæra þetta listform hver á sinn hátt. Þetta litríka og alþjóðlega ferðalag byrjar á Íslandi og varpar meðal annars ljósi á það hvernig garn tengir okkur öll á einn eða annan hátt.

Sjá nánar hér: Yarn

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR