Bond/360 dreifir „Garni“ Unu Lorenzen í Bandaríkjunum, myndin sýnd á SXSW

Dreifingarfyrirtækið Bond/360 í New York hefur tryggt sér Ameríkurétt á heimildamynd Unu Lorenzen, Garni, sem sýnd verður á SXSW hátíðinni í Texas þann 12. mars.

Myndin var heimsfrumsýnd á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð nú í febrúar.

Framleiðendur myndarinnar, Þórður Jónsson og Heather Millard frá Compass Films, hafa nýverið skrifað undir samning um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum. Að sögn þeirra varð Bond/360 varð fyrir valinu, ekki síst vegna þeirrar sterku markaðssetningar sem fyrirtækið leggur í sínar myndir líkt og með hinar vinsælu myndir Exit Through the Gift Shop, Senna og The Imposter.

Garn (Yarn) verður sýnd á kvikmyndahátíðum, kvikmyndahúsum og verður einnig á stafrænum dreifiveitum og í skólakerfnu sem fræðsluefni. Myndin verður síðan gefin út á DVD í haust fyrir þakkagjörðarhátíð og jól í Bandaríkjunum.

Elizabeth Sheldon framkvæmdastjóri Bond/360 segir:

Ásamt því að sýna einstaka listamenn beinir myndin einnig sjónum okkar að því hvernig handverki kvenna og kvenkyns listamönnum hefur verið ýtt til hliðar í gegnum tíðina og ekki fengið þá virðingu sem skyldi.

Framleiðendur myndarinnar verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar á SXSW hátíðinni í Austin Texas  síðar í vikunni.

“Við höfum verið í sambandi við hóp af “yarnbomerum” í Texas sem ætla að hjálpa okkur að skreyta borgina, þau hafa verið að hekla, prjóna og sauma út til að skapa skemmtilegt andrúmsloft fyrir frumsýninguna. Við mætum með 150 prjónaða ullarborða með nafni myndarinnar sem voru prjónaðir á Íslandi. Það er sérstakt að mæta með fulla tösku af ull þegar maður kemur úr frosti í 30 stiga hita og sól!, þetta verður einstök upplifun,“

segir Þórður Jónsson framleiðandi.

Myndinni er svo lýst:

Hópur af alþjóðlegum listamönnum hefur skapað nýja bylgju nútímalistar. Þau umbreyta hefðbundnu handverki, hekil og prjónaskap. Ferðlag þessarar einstöku myndar byrjar á Íslandi sem leiðir okkur áfram í undraheim garnsins þar sem vægast sagt óhefðbundnir listamenn ferðast með okkur um allan heim til að koma á fræmfæri sínum skilaboðum. Sænski sirkusinn Cirkus Cirkör sínir okkur hvernig garnið getur verið myndlíking fyrir lífið, hvernig við erum í sífelldri leit og hvort við getum í raun prjónað heimsfrið? Pólska listakonan Olek þekur heila lest í Póllandi til heiðurs pólskrar ljóðlistar áður en hún tekst á við hinn karllæga listaheim í skilaboðum sem koma skýrt fram í verkum hennar í Berlín. Í Hawaii sendir Olek hafmeyju af stað í undirdjúpin til að vekja athygli á stöðu heimshafanna. Feministinn og ullargraffarinn Tinna saumar og heklar varfærin skilaboð með sterkum undirtón í hefðbundin verk og setur þau upp á óvenjulegum stöðum um heim allan og kemur þannig áfram skilaboðum sínum um jafnrétti, frið og pólitík.í Japan og Kanada hittum við Toshiko sem heklar gríðarleg leiksvæði til að hjálpa börnum að þróa heilbrigðara og hamingjusamara lífi í gegnum leika með garni. Þessir alþjóðlegu listamenn taka okkur með í ferðalag um heiminnn þar sem þeir breiða út sinn boðskap með garni og sýna okkur að í raun erum við öll tengd í gegnum garnið.

Sjá nánar hér: Bond/360 spins Lorenzen’s “Yarn”

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR