spot_img

Samsöngssýning á KARLAKÓRNUM HEKLU í Bíó Paradís undir stjórn leikstýrunnar

Endurunnin útgáfa af Karlakórnum Heklu eftir Guðnýju Halldórsdóttur verður sýnd í Bíó Paradís á sérstakri samsöngssýningu í Bíó Paradís sunnudaginn 19. mars kl. 17.

Söngtextar verða undir myndinni og því verður auðvelt að syngja með undir stjórn leikstjórans Guðnýjar Halldórsdóttur.

Eftir sviplegt fráfall söngstjórans Max, leggur Karlakórinn Hekla land undir fót undir fararstjórn Gunnars sem er óvirkur alkóholisti og kvennahatari. Körlunum til fulltingis á þessu vafasama ferðalagi er Magga, fyrrum kærasta Max. Á þessu ferðalagi mun allt gerast sem á ekki að gerast, en gerist engu að síður þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar. Þessi mynd er jafnt fyrir viðkvæmar sálir sem og hrausta menn. Egilll Ólafsson, Ragnhildur Gísladóttir og Garðar Cortes fara með helstu hlutverk.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR