HeimEfnisorðGuðný Halldórsdóttir

Guðný Halldórsdóttir

Guðný Halldórsdóttir: Þú þarft að skemmta fólki en ekki bara vera með tóma hægðatregðu og leiðindi

Guðný Halldórsdóttir ræddi við Lestina á Rás 1 um Karlakórinn Heklu og mikilvægi þess að gera myndir sem skemmta fólki. Myndin verður sýnd á sérstakri samsöngssýningu í Bíó Paradís 19. mars kl.17.

Samsöngssýning á KARLAKÓRNUM HEKLU í Bíó Paradís undir stjórn leikstýrunnar

Endurunnin útgáfa af Karlakórnum Heklu eftir Guðnýju Halldórsdóttur verður sýnd í Bíó Paradís á sérstakri samsöngssýningu í Bíó Paradís sunnudaginn 19. mars kl. 17.

Ráðgjöfum fjölgað hjá Kvikmyndamiðstöð

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur fjölgað ráðgjöfum með ráðningu leikstjóranna Grétu Ólafsdóttur og Guðnýjar Halldórsdóttur í störf kvikmyndaráðgjafa. Þá hefur Martin Schlüter einnig verið ráðinn til starfa sem framleiðandi hjá KMÍ.

„Fangar“ með flestar Eddur

Þáttaröðin Fangar hlaut alls tíu Eddur á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gærkvöldi. Bíómyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. Guðný Halldórsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA og konur í kvikmyndagerð fylktu liði undir merkinu #Égerhér.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Guðný Halldórsdóttir fær vilyrði 2017 fyrir „Ævinlega velkomin“

Guðný Halldórsdóttir hefur fengið vilyrði fyrir styrk upp á 70 milljónir úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands árið 2017 til að gera kvikmyndina Ævinlega velkomin. Guðný hefur átt í útistöðum við Kvikmyndamiðstöð síðastliðin fjögur ár og segist vera hóflega ánægð með þessa niðurstöðu – hún hefði helst viljað vera að frumsýna myndina núna.

RÚV sýnir allar Laxness myndirnar

Í desember verða 60 ár liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans.

Bransinn er að vakna

Fréttablaðið ræðir við fimm kvikmyndagerðarkonur um kynjakvóta og stöðu kvenna í kvikmyndabransanum; Dögg Mósesdóttur, Veru Sölvadóttur, Guðnýju Halldórsdóttur, Elísabetu Ronaldsdóttur og Þóru Tómasdóttur.

„Brekkukotsannál“ bjargað

Ekki ein sekúnda í sjónvarpsþáttaröðinni Brekkukotsannál var í lagi í eintaki sem til var hér á landi. Þetta stóra verkefni, sem er rúmlega 40 ára, hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga með ærinni fyrirhöfn.

Guðný Halldórsdóttir í viðtali: „Þú velur þér lífsstarf og síðan berstu fyrir því“

Guðný Halldórsdóttir ræddi við Sigmund Erni Rúnarsson í gær á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um ferilinn, fjölskylduna, sjúkdóminn, pólitíkina og önnur helstu mál.

Guðný Halldórsdóttir: Atlaga að íslenskri kvikmyndamenningu

Guðný Halldórsdóttir leikstýra heldur því fram að í kvikmyndamiðstöð hafi konur ekki sömu tækifæri og karlar sem leikstjórar og handritshöfundar. Þannig hafi það verið undanfarin ár og þetta sé vegna þess að ekki megi opna munninn í þeirri stofnun og gagnrýna vinnubrögðin, því þá sé alveg gefið að þér verði ýtt úr biðröðinni og steinn lagður í götu þína.

Guðný Halldórsdóttir um ferilinn, fyrirmyndirnar og framtíðina

Á vefsíðunni Alvarpinu er að finna ítarlegt viðtal Ragnars Hanssonar kvikmyndagerðarmanns við kvikmyndaleikstjórann Guðnýju „Dunu“ Halldórsdóttur, eina afkastamestu leikstýru landsins. Í viðtalinu ræðir hún um ferilinn, fyrirmyndir, föður sinn og framtíð bransans á Íslandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR