Bíó Paradís leitar vildarvina

Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíó Para­dís­ar, við bíó­húsið. (Mynd: mbl.is/Árni Sæ­berg)

Bíó Para­dís er að leita að nýj­um vin­um um þess­ar mund­ir og verður nafn þess er gef­ur kvik­mynda­hús­inu 67 þúsund krón­ur grafið á sæt­is­bakið í ein­um bíósaln­um. Þá verður bíósal­ur núm­er þrjú nefnd­ur í höfuðið á þeim sem gef­ur 1,3 millj­ón­ir króna.

Morgunblaðið skýrir frá:

For­svars­menn Bíó Para­dís­ar á Hverf­is­götu opnuðu á dög­un­um styrkt­arsíðu þar sem hægt er að styrkja kvik­mynda­húsið um allt frá 25 til 10.000 evr­ur, eða um 3.300 til 1.300.000 krón­ur. Fjár­magnið mun renna í end­ur­bæt­ur á hús­inu og bætta þjón­ustu.

All­ar upp­lýs­ing­ar á styrkt­arsíðunni eru á ensku og seg­ir Ása Bald­urs­dótt­ir, kynn­ing­ar- og dag­skrár­stýra, að verið sé að höfða til er­lendra vel­gjörðarmanna. Hvet­ur hún Íslend­inga sem vilja styrkja rekst­ur­inn að kaupa sér árs- eða klippi­kort hjá kvik­mynda­hús­inu og nýta sér þjón­ust­una með þeim hætti.

Og ennfremur:

Nefna sal eða sæti

Ýmsir fjár­mögn­un­ar­mögu­leik­ar eru í boði en lægsta fram­lagið nem­ur 25 evr­um, eða 3.300 krón­um. Sá sem læt­ur það af hendi upp­sker þakk­læti bíó­húss­ins, að því er seg­ir á síðunni, auk þess sem hon­um verður til­kynnt um það sem er í gangi hverju sinni með frétta­bréfi. Það sama gild­ir um þann sem gef­ur 100 evr­ur, sem jafn­gild­ir um 13.500 krón­um.

Næsta mögu­lega fjár­hæð er 500 evr­ur, eða um 67 þúsund krón­ur, en líkt og áður seg­ir get­ur sá sem gef­ur það valið um nafn til að láta grafa í sæt­is­bak í ein­um bíósaln­um. Þá verður hans einnig getið á vefsíðu bíó­húss­ins.

Þá verður bíósal­ur núm­er þrjú nefnd­ur í höfuðið á þeim sem gef­ur 10.000 evr­ur, eða 1,3 millj­ón­ir króna, en í saln­um eru 49 sæti.

Bíósal­ur núm­er tvö verður nefnd­ur í höfuðið á þeim sem gef­ur 30.000 evr­ur, eða fjór­ar millj­ón­ir króna, en í þeim sal eru 135 sæti.

Þá verður stærsti sal­ur húss­ins, sal­ur núm­er eitt, nefnd­ur eft­ir þeim sem gef­ur 60.000 evr­ur, eða um átta millj­ón­ir króna. Í saln­um eru 205 sæti.

Sjá nánar hér: Nafnið á sætisbak fyrir 67.000 – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR