Bíó Paradís kynnir haustdagskrána

Kristen Stewart í Personal Shopper.

Margra spennandi bíógrasa kennir í haustdagskrá Bíó Paradísar, líkt og sjá má í bæklingi sem nýkomin er út.

Sýningar eru þegar hafnar á Gullpálmamyndinni The Square eftir Ruben Östlund. Þá er Personal Shopper eftir Olivier Assayas einnig væntanleg en Assayas verður gestur RIFF í ár. Norska myndin Kongens nei verður sýnd í haust, en hún hefur slegið hressilega í gegn í heimalandinu og víðar. Þá er Thelma eftir Joahim Trier einnig á dagskrá, en hún er nú sýnd á Toronto hátíðinni.

Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður sýnd í kjölfar frumsýningar á RIFF og einnig vekur athygli að Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur er boðuð í október, en það er í fyrsta sinn sem bíóið frumsýnir íslenska bíómynd.

Fjölmargar íslenskar heimildamyndir verða sýndar á haustmánuðum, Svartir sunnudagar eru á sínum stað, auk hverskyns sérviðburða.

Bæklinginn má skoða hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR