Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hækka samkvæmt samkomulaginu

Í fjárlagafrumvarpinu 2018 sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 75,8 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af hækka kvikmyndasjóðir um 80 milljónir (í samræmi við samkomulagið 2016-19) en rekstrarhlutinn lækkar um tæpar 4 milljónir.

Kvikmyndamiðstöð Íslands fékk 1.054,6 m.kr. á fjárlögum 2017 en gert er ráð fyrir að framlagið verði 1.130,4 m.kr. 2018. Hækkunin nemur um 7% milli ára og skiptist féð með eftirfarandi hætti:

  • Kvikmyndasjóðir: 994,7 m.kr.    
  • Rekstur Kvikmyndamiðstöðvar: 135,7 m.kr. 

Hér að neðan má sjá skýringamynd um framlög hvers árs samkvæmt samkomulaginu.

Framlög til Kvikmyndasafns lækka verulega

Á yfirstandandi ári fékk Kvikmyndasafnið verulega hækkun framlaga (úr 65 m.kr. 2016 í 115,3 m.kr. 2017) en 2018 er gert ráð fyrir að framlag verði 83,2 milljónir króna. Á árinu hefur safnið ráðist í kaup á vönduðum skanna til að yfirfæra og endurbæta gamlar kvikmyndir á stafrænan máta og því virðist sem hin mikla hækkun yfirstandandi árs hafi að verulegu leyti verið hugsuð til að fjármagna þau kaup.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR