Bíó Paradís opnar á ný í dag, Skjaldborg alla helgina

Bíó Paradís opnar á ný í kvöld eftir töluverðar endurbætur en bíóið hefur verið lokað síðan í mars. Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda verður í bíóinu yfir helgina ásamt fleiru.

Þrettán myndir verða frumsýndar á Skjaldborg og sjö verk í vinnslu kynnt. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Hrafnhildur Gunnarsdóttir og verða sýndar þrjár myndir úr hennar sarpi auk þess sem Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson mun leiða meistaraspjall með Hrafnhildi.

Skoða má myndir og tímasetningar hér: Skjaldborg 2020 – Hátíð íslenskra heimildamynda

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR