Heim Fréttir Margrét Örnólfsdóttir fær hvatningarverðlaun WIFT

Margrét Örnólfsdóttir fær hvatningarverðlaun WIFT

-

Margrét Örnólfsdóttir (Mynd: Yrsa Roca Fannberg).

Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT, en Klapptré skýrði frá því fyrir skömmu að Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefði hlotið heiðursverðlaun WIFT. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna.
Margrét hefur skrifað handrit að kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni, leikverk og skáldsögur og samið tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Hún var hljómborðsleikari í hljómsveitinni Sykurmolarnir 1988–1992.

Hún hefur verið formaður Félags leikskálda og handritshöfunda frá árinu 2013, ritari Bandalags íslenskra listamanna frá 2014 auk þess að sitja í stjórn Norrænu leikskáldasamtakanna.
Meðal helstu verka Margrétar eru handrit að sjónvarpsþáttunum Fangar, Réttur, Pressa, Svartir englar og Stelpurnar og dans- og söngvamyndin Regína sem Margrét samdi bæði handrit og tónlist að. Margrét vinnur nú að skrifum við þáttaröðina Ófærð 2. Hún hefur hlotið þrenn Edduverðlaun fyrir handrit sín ásamt því að hafa verið tilnefnd til Prix Europa 2013 fyrir Pressu 3.

Margrét er mjög virk á sínu sviði sem handritahöfundur og er framlag hennar til kvikmynda og sjónvarps á Íslandi gríðarlega mikilvægt. Ennfremur er Margrét mikilvæg fyrirmynd fyrir aðrar konur í greininni, fyrir bæði verðandi og núverandi handritahöfunda. WIFT fagnar því að sjá jafn öfluga konu taka svo virkan þátt í að móta persónur og sögur fyrir íslenska áhorfendur og komandi kynslóðir og hvetur Margréti áfram á sömu braut.

WIFT eru samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi. Samtökin eru alþjóðleg, starfa í rúmlega fjörutíu löndum og hafa um 10 þúsund skráða meðlimi.
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.