„Héraðinu“ dreift í 28 Evrópulöndum

Héraðið eftir Grím Hákonarson hlaut nýverið 518.000 evru styrk (rúmlega 70 milljónir króna) frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum.

“Þetta er mikilvæg og verðmæt viðurkenning fyrir myndina. Þetta þýðir í raun að fjöldi dreifingaraðila út um alla Evrópu skipta þessum styrk á milli sín og leggja annað eins af mörkum til að kynna myndina og laða að fólk í kvikmyndahús. Myndin okkar verður því markaðssett fyrir tæplega 150 milljónir í Evrópu. Markaðssvæðin eru ólík og dreifingaraðilar eru þar af leiðandi með ólíkar áherslur, þessvegna eru t.a.m. fjórar útgáfur af veggspjaldi fyrir myndina í umferð og myndin heitir Mjólk í Frakklandi,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar.

Héraðið var frumsýnd þann 14. ágúst síðastliðin hér á landi og nú hafa um 7.000 manns um allt land séð myndina.

“Næst á dagskrá hjá okkur er að frumsýna myndina alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto í flokki sem kallast Contemporary World Cinema. Við hlökkum mikið til þess,“ bætir Grímar við.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar útgáfur af plakötum verksins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR