Heim Dreifing "Héraðinu" dreift í 28 Evrópulöndum

„Héraðinu“ dreift í 28 Evrópulöndum

-

Héraðið eftir Grím Hákonarson hlaut nýverið 518.000 evru styrk (rúmlega 70 milljónir króna) frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum.

“Þetta er mikilvæg og verðmæt viðurkenning fyrir myndina. Þetta þýðir í raun að fjöldi dreifingaraðila út um alla Evrópu skipta þessum styrk á milli sín og leggja annað eins af mörkum til að kynna myndina og laða að fólk í kvikmyndahús. Myndin okkar verður því markaðssett fyrir tæplega 150 milljónir í Evrópu. Markaðssvæðin eru ólík og dreifingaraðilar eru þar af leiðandi með ólíkar áherslur, þessvegna eru t.a.m. fjórar útgáfur af veggspjaldi fyrir myndina í umferð og myndin heitir Mjólk í Frakklandi,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar.

Héraðið var frumsýnd þann 14. ágúst síðastliðin hér á landi og nú hafa um 7.000 manns um allt land séð myndina.

“Næst á dagskrá hjá okkur er að frumsýna myndina alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto í flokki sem kallast Contemporary World Cinema. Við hlökkum mikið til þess,“ bætir Grímar við.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar útgáfur af plakötum verksins.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.