HeimEfnisorðCreative Europe

Creative Europe

„Héraðinu“ dreift í 28 Evrópulöndum

Héraðið eftir Grím Hákonarson hlaut nýverið 518.000 evru styrk (rúmlega 70 milljónir króna) frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum.

„Ófærð“ fær 75 milljónir frá Creative Europe

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð fékk 75 milljónir króna frá Creative Europe, kvikmynda- og sjónvarpsáætlun ESB, sem á dögunum úthlutaði alls um 700 milljónum króna. Annað íslenskt verkefni, heimildamyndin Garn í stjórn Unu Lorenzen fékk sjö milljónir króna og því rann alls 12% úthlutunarinnar til íslenskra verkefna. Svo hátt hlutfall hefur aldrei áður farið til neins aðildarlands í einni úthlutun.

Evrópsk kvikmyndahátíð fer aftur hringinn

Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15.-26. maí.

Ertu bíófíkill, bíósælkeri, smellajaplari eða bara áhugalaus um bíó?

Skýrsla unnin á vegum Creative Europe greinir hegðun og áherslur kvikmyndahúsagesta í Evrópu og freistar þess að draga upp mynd af framtíðinni. Skýrslan veltir því einnig upp hvernig hægt sé að hjálpa evrópskum kvikmyndum að ferðast utan heimalanda sinna.

175 milljónir króna frá Media áætlun ESB og Eurimages til íslenskra kvikmyndaverkefna 2013

Evrópskir stofnanir á borð við MEDIA áætlun Evrópusambandsins og Eurimages kvikmyndasjóð Evrópuráðsins hafa aldrei verið gjöfulli til íslenskra kvikmyndaverkefna en á síðasta ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR