„Vetrarbræður“ Hlyns Pálmasonar sigursæl á dönsku kvikmyndaverðlaununum

Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar átti gærkvöldið á dönsku Robert kvikmyndaverðlaununum sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Myndin hlaut alls níu verðlaun, þar á meðal sem mynd ársins og leikstjóri ársins.

Elliott Crosset Hove hlaut verðlaun fyrir besta leikara í aðalhlutverki og Victoria Carmen Sonne fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki.

Myndin hlaut einnig verðlaun fyrir leikmynd, búningahönnun, hljóðhönnun, förðun og kvikmyndatöku.

Vetrarbræður er bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, sem útskrifaðist frá Danska kvikmyndaskólanum 2013. Myndin er framleidd af Julie Waltersdorph Hansen og Per Damgaard Hansen hjá Masterplan Pictures í Danmörku. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er meðframleiðandi, en þeir Hlynur vinna nú að næsta verkefni Hlyns, Hvítur, hvítur dagur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR