spot_img

New Europe Film Sales selur “Vetrarbræður” á heimsvísu, tekur þátt í keppni í Locarno

Rammi úr Vetrarbræðrum.

Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.

Tökur á myndinni fóru fram í Danmörku fyrir rúmu ári. Aðalframleiðandi er Julie Waltersdorph Hansen hjá Masterplan Pictures í Danmörku. Per Damgaard Hansen er yfirframleiðandi.

Með helstu hlutverk fara Lars Mikkelsen (House of Cards), Elliott Crosset Hove og Simon Sears, en Vetrarbræður er saga af tveimur bræðrum sem lenda í harkalegri deilu við meðlimi annarrar fjölskyldu.

New Europe Film Sales annaðist sölu á Hrútum á sínum tíma og selur einnig væntanlega mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu.

Sjá nánar hér: Lars Mikkelsen drama ‘Winter Brothers’ gets sales deal | News | Screen

(Uppfært 12.7.2017: Bætt var við upplýsingum um þátttöku myndarinnar á Locarno hátíðinni).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR