HeimFréttir"Vetrarbræður" vinnur þrennu í Thessaloniki

„Vetrarbræður“ vinnur þrennu í Thessaloniki

-

Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut þrenn verðlaun á Thessaloniki International Film Festival í Grikklandi sem lauk um helgina. Myndin hlaut einnig verðlaun í Sevilla á Spáni og La Roche-sur-Yon í Frakklandi fyrir skemmstu. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 11 talsins.

Í thessaloniki hlaut leikstjórinn sérstaka viðurkenningu dómnefndar sem og hljóðhönnuður myndarinnar, Lars Halvorsen. Þá hlaut myndin einnig sérstaka viðurkenningu dómnefndar FIPRESCI, alþjóðasamtaka gagnrýnenda.

Á Festival de Sevilla á Spáni hlaut Maria von Hausswolff verðlaun fyrir bestu myndatöku og á Festival International du Film de La Roche-sur-Yon í Frakklandi hlaut myndin sérstaka viðurkenningu alþjóðlegrar dómnefndar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR