HeimEfnisorðSagafilm Nordic

Sagafilm Nordic

Sagafilm Nordic meðframleiðir tvær norrænar þáttaraðir

Sagafilm Nordic, sem staðsett er í Stokkhólmi og stýrt af Kjartani Þór Þórðarsyni, tekur þátt í fjármögnun tveggja norrænna þáttaraða sem nú er í undirbúningi. Þetta eru annarsvegar Cold Courage sem kynnt var á nýlokinni MIPTV messunni og norræna streymisveitan Viaplay mun sýna - og hinsvegar finnska serían Layla sem kynnt verður á Series Mania fjármögnunarmessunni í Lille í Frakklandi í byrjun maí.

„Stella Blómkvist“ í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar og á Viaplay í febrúar

Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.

„Réttur 3“ á Netflix; Eurodrama segir þættina sýna að Ísland sé orðið leiðandi í gerð norrænna spennuþátta

Réttur 3 (Case) í leikstjórn Baldvins Z og eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar, er nú fáanleg á Netflix í Bandaríkjunum og Skandinavíu. Vefurinn Eurodrama skrifar umsögn um þættina og segir þá sennilega merkasta framlag til norræna spennuþáttaformsins síðan Brúin kom út.

Kjartan Þór Þórðarson hjá Sagafilm Nordic: Ísland ekki lengur okkar aðal markaður

Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic ræddi nýlega við Drama Quarterly um þá ákvörðun fyrirtækisins að setja upp starfsstöð í Stokkhólmi, stöðuna í norrænu sjónvarpsefni og verkefnin framundan hjá fyrirtækinu.

Sagafilm leitar á erlend mið

Kjartan Þór Þórðarson er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins í tilefni stofnunar Sagafilm Nordic í Stokkhólmi á síðasta ári. Kjartan segir stefnuna vera að stækka markaðinn með samstarfi við alþjóðlega framleiðendur.

Spennandi tímar framundan fyrir norrænt sjónvarpsefni

Norðurlöndin þurfa að auka framboð á dreifingarleiðum fyrir leikið sjónvarpsefni til að mæta betur auknu framboði á slíku efni sem framleitt er í miklum mæli á svæðinu og á háum standard. Þetta kom fram á ráðstefnunni TV Drama Vision sem fram fer á yfirstandandi Gautaborgarhátíð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR