Sagafilm leitar á erlend mið

Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic.
Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic.

Kjartan Þór Þórðarson er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins í tilefni stofnunar Sagafilm Nordic í Stokkhólmi á síðasta ári. Kjartan segir stefnuna vera að stækka markaðinn með samstarfi við alþjóðlega framleiðendur.

Við leggjum megináherslu á leikið sjónvarpsefni en möguleikar okkar til að stækka innanlands eru takmarkaðir vegna þess að sjónvarpsstöðvarnar geta ekki borið nema hluta framleiðslukostnaðarins sjálfar. Á sama tíma er áhugi erlendra sjónvarpsstöðva á nýju leiknu efni sem og endurgerðum gríðarmikill. Ísland er afar hagkvæmur kostur fyrir vinnslu slíks efnis vegna 20% endurgreiðslunnar og við getum komið inn í verkefni sem meðframleiðendur, sem er ástæða þess að við opnuðum Sagafilm Nordic. Markmið okkar er að stækka kökuna með því að fá aðgang að mismunandi mörkuðum gegnum Stokkhólm þar sem við munum þróa okkar metnaðarfyllstu verkefni og höndla endurgerðir á verkefnum okkar víða um heim.”

Sjá nánar hér: Nordisk Film & TV Fond :: Sagafilm Nordic Opens Up For International Partners.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Síðasta færsla
Næsta færsla

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR