
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar hlaut verðlaun gagnrýnenda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Love is Folly í Varna Búlgaríu sem lýkur nú um helgina. Þetta er í 25. skiptið sem hátíðin er haldin.
Ásgrímur var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku, en þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
[divider scroll_text=“SCROLL_TEXT“] Rétt er að taka fram að leikstjóri myndarinnar er jafnframt ritstjóri Klapptrés.