spot_img

Sagan af fyrstu íslensku kvikmyndinni í Cannes og höfundi hennar

Fyrsta íslenska kvikmyndin sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes er ekki (endilega) sú sem þú heldur. Eða hvað?

Í þessari Klapptrésklippu fjallar Ásgrímur Sverrisson um Magnús Jóhannsson og kvikmynd hans Hálendi Íslands (Highlands of Iceland) sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1954, fyrst íslenskra kvikmynda. Rætt er við Gunnþóru Halldórsdóttur, sérfræðing á Kvikmyndasafni Íslands, um Magnús, helstu verk hans og störf og loks eru sýndir nokkrir bútar úr kvikmyndinni Hálendi Íslands.

Bestu þakkir til Gunnþóru Halldórsdóttur og Kvikmyndasafns Íslands.

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR