HeimEfnisorðCannes

Cannes

Íslenskar kvikmyndir og Cannes

Volaða land eftir Hlyn Pálmason er sextánda kvikmyndin eftir íslenskan leikstjóra sem valin er á þessa stærstu kvikmyndahátíð heimsins á tæpum fjörtíu árum. Það segir sína sögu að helmingur þeirra er frá síðustu 11 árum.

Viðhorf | Cannes og Netflix takast á – vive la résistance!

Það verður fróðlegt að sjá hvernig slagurinn milli Cannes og Netflix spilast. Um er að ræða grundvallarmál varðandi hvernig almenningur horfir á kvikmyndir og þó að Netflix sé að ryðja nýjar brautir í þeim efnum er ekki endilega rétt að afskrifa Frakkana. Og nei, þetta er ekki endilega eitthvað "framtíð gegn fortíð" mál - þetta snýst miklu frekar um spurninguna hvað er bíó?

Viðhorf | Verðlauna-Hrútar

Un Certain Regard verðlaunin til kvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrútar, eru mikill merkisviðburður. Cannes er drottning kvikmyndahátíða heimsins, hátíð hátíðanna og þetta er í fyrsta sinn sem íslensk bíómynd vinnur þar til verðlauna.  Grími Hákonarsyni leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, Grímari Jónssyni framleiðanda og þeirra fólki er hér með óskað hjartanlega til hamingju.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR