„Abbababb!“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur fær 120 milljóna vilyrði úr Kvikmyndasjóði

Nanna Kristín með verðlaunaskjal fyrir Unga í París.

Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

41Shadows í Danmörku og Solar Films í Finnlandi eru meðframleiðendur.

Myndin segir frá hinum kjarklitla Aron Neista sem er í leynifélaginu Rauðu hauskúpunni ásamt vinum sínum Óla og Höllu. Hann neyðist til að taka á honum stóra sínum þegar hrekkjusvínin í hverfinu láta til skarar skríða.

Áætlað er að tökur hefjist á næsta ári.

Rétt er að taka fram að handritshöfundur þessarar kvikmyndar er einnig ritstjóri Klapptrés.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR