HeimEfnisorðÁsgrímur Sverrisson

Ásgrímur Sverrisson

Fréttablaðið um „Reykjavík“: Kvikmyndalúði í tilvistarkreppu

Atli Sigurjónsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Fréttablaðið og segir hana í heildina skemmtilega og ljúfsára mynd þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og áhrifavaldarnir. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.

Ásgrímur Sverrisson um „Reykjavík“: Mynd um sambönd og samskipti

Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Morgunblaðið vegna myndar sinnar Reykjavík. Hann segir hugmyndina hafa verið að gera mynd um sambönd og samskipti, fjalla um greint fólk sem er að klúðra lífi sínu. "Þetta er ekki hefðbundin rómantísk gamanmynd þó að hún minni að nokkru á slíkar myndir. Þetta er sætbeiskt gamandrama," segir Ásgrímur.

Ólafur Arnarson á Hringbraut um „Reykjavík“: Gekk skælbrosandi útúr Háskólabíói

Ólafur Arnarson skrifar á vef Hringbrautar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir hana "dásamlega" og að honum takist "að gera það sama fyrir borgina og umhverfi hennar og meistara Allen tekst gjarnan í sínum borgarmyndum, fyrst New York og síðar evrópskum borgum á borð við London, París, Barcelona og Róm. Maður þekkir borgina en sér á henni alveg nýja hlið – skemmtilega og seiðandi hlið sem dregur mann til sín."

Eiríkur Jónsson: Reykjavík – 101 stjarna

Eiríkur Jónsson skrifar á vef sinn um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar að í henni sé "einhver sérstök birta sem ekki hefur sést í öðrum Reykjavíkurmyndum, tærari, mildari."

„Reykjavík“ frumsýnd í dag

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Ásgrímur Sverrisson í viðtali: Draumarnir og lífið

Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Fréttablaðið vegna væntanlegrar frumsýningar á fyrstu mynd hans í fullri lengd, Reykjavík, þar sem hann ræðir myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin er frumsýnd þann 11. mars.

Þegar Ameríska nóttin opnaði á Óðinstorgi

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson kemur í kvikmyndahús þann 11. mars. Aðalpersóna myndarinnar, Hringur (Atli Rafn Sigurðarson), er bíóhneigður og rekur búð með mynddiska. Búðin heitir „Ameríska nóttin“ eftir mynd Francois Truffaut La Nuit américaine, sem fjallar um kvikmyndaleikstjóra og teymi hans að taka upp kvikmynd. Búðinni var plantað á jarðhæð húss við Óðinstorg í miðborg Reykjavíkur.

Um hvað snýst „Dagur í lífi þjóðar“?

RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Ásgrímur Sverrisson, stjórnandi verkefnisins, fer yfir helstu atriði í eftirfarandi innslagi.

„Dagur í lífi þjóðar“: Heimildamynd um einn dag í lífi þjóðarinnar samkvæmt henni sjálfri

RÚV býður öllum í landinu að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þennan dag. Úr innsendu efni verður gerð heimildamynd í fullri lengd, Dagur í lífi þjóðar, sem sýnd verður á hálfrar aldar afmæli RÚV þann 30. september 2016.

Kitla og plakat fyrir „Reykjavík“ opinberuð

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er væntanleg í kvikmyndahús í byrjun næsta árs. Kitla fyrir myndina er kynnt í dag ásamt kitluplakati.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

Tökur standa yfir á „Reykjavík“ Ásgríms Sverrissonar

Tökur standa yfir á bíómyndinni Reykjavík, í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar, sem einnig skrifar handritið. Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR