„Kona fer í stríð“ tilnefnd til Lux verðlaunanna

Halldóra Geirharðsdóttir í Kona fer í stríð.

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna.

Klapptré sagði frá því fyrir skemmstu að myndin hefði verið valin á stuttlista 10 mynda, en áður hafa bæði Hrútar og Hjartasteinn hafa verið á slíkum stuttlista áður.

Nú fá þrjár myndir hina formlegu tilnefningu og munu þær ferðast um Evrópu þvera og endilanga. Tilkynnt verður í Strasbourg þann 14. nóvember hvaða mynd hreppir verðlaunin.

Sjá nánar hér: Styx , Woman at War and The Other Side of Everything to vie for the LUX Prize

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR