„Kona fer í stríð“ á stuttlista LUX verðlaunanna

Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kona fer í stríð.

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er meðal tíu mynda á stuttlista LUX verðlaunanna sem Evrópuþingið veitir. Myndirnar tíu eru nú kynntar á Karlovy Vary hátíðinni en þær þrjár sem hljóta endanlega tilnefningu verða kynntar í lok sumars.

Bæði Hrútar og Hjartasteinn hafa verið á þessum stuttlista áður.

Sjá nánar hér: The LUX Prize Official Selection for 2018 is unveiled

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR