„Kona fer í stríð“ með tíu Edduverðlaun

Fólkið sem stóð að Kona fer í stríð staflaði upp Eddum (Mynd: Guðbjörg Sigurðardóttir).

Edduverðlaunin voru afhent í Austurbæ föstudaginn 22. febrúar 2019. Kona fer í stríð hlaut alls 10 Eddur og Lof mér að falla fjórar. UseLess var valin heimildamynd ársins og Mannasiðir leikið sjónvarpsefni ársins. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut alls þrenn verðlaun, sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins, sem sjónvarpsefni ársins að vali almennings og einn umsjónarmanna Sigríður Halldórsdóttir var valin sjónvarpsmaður ársins. Egill Eðvarðsson upptökustjóri og kvikmyndaleikstjóri hlaut heiðursverðlaun ÍKSA.

Hér að neðan er listinn yfir Edduverðlaunahafa:

Barna- og unglingaefni
Lói – Þú flýgur aldrei einn
Framleitt af GunHil

Frétta- eða viðtalsþáttur
Kveikur
Framleitt af RÚV
Arnar Þórisson

Heimildamynd
UseLess
Framleidd af Vesturporti og Vakanda
Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir

Kvikmynd ársins
Kona fer í stríð
Framleidd af Gulldrengnum og Slotmachine
Benedikt Erlingsson, Marianne Slot og Carine Leblance

Leikið sjónvarpsefni
Mannasiðir
Framleitt af  Glassriver og RÚV
Arnbjörg Hafliðadóttir

Menningarþáttur
Fullveldisöldin
Framleitt af  Sagafilm og Margréti Jónasdóttur fyrir RÚV

Mannlífsþáttur
Líf kviknar
Framleitt af Sagafilm fyrir Sjónvarp Símans

Skemmtiþáttur
Áramótaskaup 2018
Framleitt af Glassriver fyrir RÚV
Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir

Stuttmynd ársins
Nýr dagur í Eyjafirði
Framleidd af Republik
Lárus Jónsson

Brellur
Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin
fyrir Kona fer í stríð

Búningar
Eva Vala Guðjónsdóttir
fyrir Lof mér að falla

Gervi
Kristín Júlla Kristjánsdóttir
fyrir Lof mér að falla

Handrit
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson
fyrir Kona fer í stríð

Hljóð
Aymeric Devoldere, Francois De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson
fyrir Kona fer í stríð

Klipping
Davíð Alexander Corno
fyrir Kona fer í stríð

Kvikmyndataka
Bergsteinn Björgúlfsson
fyrir Kona fer í stríð

Leikari í aðalhlutverki
Gísli Örn Garðarsson
fyrir Varg

Leikkona í aðalhlutverki
Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir Kona fer í stríð

Leikkona í aukahlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir
fyrir Lof mér að falla

Leikari í aukahlutverki
Þorsteinn Bachmann
fyrir Lof mér að falla

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson
fyrir Kona fer í stríð

Leikstjórn
Benedikt Erlingsson
fyrir Kona fer í stríð

Sjónvarpsmaður ársins
Sigríður Halldórsdóttir
fyrir Kveik

Tónlist
Davíð Þór Jónsson
fyrir Kona fer í stríð

Upptöku- eða útsendingarstjórn
Björgvin Harðarson
fyrir Pál Óskar í Höllinni

Sjónvarpsefni ársins – Almenn kosning
Kveikur – Frétta- eða viðtalsþáttur – RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR