Sjö áhugaverðustu myndirnar á Stockfish 2019

Rammi úr Holiday.

Stockfish hátíðin nálgast, en hún fer fram dagana 28. febrúar til 10. mars næstkomandi. Sýndar verða um 30 kvikmyndir og boðið uppá ýmiskonar meistaraspjall, málþing og annan fróðleik auk þess sem nýjar íslenskar myndir í vinnslu verða kynntar. Hér eru sjö áhugaverðustu myndirnar á hátíðinni að mati ritstjóra.

HOLIDAY – ISABELLA EKLÖF (DANMÖRK 2018)

Sascha, ung og falleg kona uppgötvar að draumalífinu fylgir fórnarkostnaður þegar hún er boðin velkomin í „fjölskyldu“ kærasta síns, eiturlyfja barónsins í sjávarþrorpi á Tyrknesku rivíerunni. Líkamlegt og andlegt ofbeldi er hluti af lífstílnum á þessu stormasama heimili, en þegar Sascha leitar athygli annars manns hrindir það af stað örlagaríkri atburðarás. Á Sasha möguleika á því að yfirgefa þetta mótsagnakennda líf alsnægta og ofbeldis?

GIRL – LUKAS DHONT (BELGÍA 2018)

Hin 15 ára Lara er ákveðin í að verða atvinnu balletdansari. Með stuðningi föður síns eltir hún þann draum í nýjum skóla. Vandamál gelgjuskeiðsins eru þó ekki langt undan með tilheyrandi óþolinmæði og lífræðilegum áskorunum þar sem hún fæddist sem drengur.

TAKA 5 – MAGNÚS JÓNSSON (ÍSLAND 2019)

Heimsfrumsýning. Ungan bónda, dreymir um að verða leikari og leika í bíómynd. En enginn vill leika við hann. Fastur í eigin heimi leikur hann senur úr gömlum bíómyndum við sjálfan sig, allan liðslangann daginn. Dag einn ákveður hann að láta draum sinn rætast og rænir 5 listamönnum úr borginni. Leikkonu, rithöfundi, tónlistarmanni, leikstjóra og myndlistarmanni og neyðir þau til að gera bíómynd með sér með gömlu VHS vélinni sinni úti í hlöðu.

THE HOUSE THAT JACK BUILT – LARS VON TRIER (DANMÖRK 2018)

Ein umdeildasta mynd Lars Von Trier, mynd sem hefur verið lýst sem viðurstyggilegri tilraun Trier til að senda áhorfendum puttann í hinsta sinn. Við fylgjumst með raðmorðingjanum Jack sem lítur á hvert morð sem sérstætt listaverk, nokkuð sem veldur nokkurri félagslegri einangrun. Eftir því sem hringur morðrannsókna þrengir að honum fer Jack að ögra sjálfum sér og ganga enn lengra.

CAPERNAUM – NADINE LABAKI (LÍBANON 2018)

Tilnefnd til Óskarsverðlauna, BAFTA og Golden Globe verðlauna 2019. Fimm ára drengur kærir foreldra sína fyrir vanrækslu á meðan hann tekur út 5 ára fangelsisdóm fyrir ofbeldisfullan glæp.

THE WILD PEAR TREE – NURI BILGE CEYLAN (TYRKLAND 2018)

Sinan er ástríðufullur um bókmenntir og hefur alltaf langað til að verða rithöfundur. Þegar hann snýr aftur heim í þorpið sem hann fæddist í þarf hann að mæta óvægum skuggum fortíðarinnar.

ZAMA – LUCRECIA MARTEL (ARGENTÍNA 2017)

Zama, spænskur liðsforingi á nýlendutímum í Suður-Ameríku, bíður eftir að vera fluttur á nýjar, virðulegri slóðir. Sífelldar niðurlægingar og pólitískir leikir grafa undan geðheilsu hans og leiða hann til ofsóknaræðis og lostafullrar hneigðar.

Sjá nánar um hátíðina hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR