HeimEfnisorðRÚV

RÚV

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ í loftið á RÚV

Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.

Ólafur Darri verður forsætisráðherra

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.

RÚV stúdíóið leigt út frá hausti

RÚV hefur birt upplýsingar og gjaldskrá á vef sínum varðandi útleigu stúdíósins í Efstaleiti sem og annarrar tækniaðstöðu fyrir sjálfstæða framleiðendur sjónvarps- og kvikmyndaefnis, hvort sem það er framleiðsla fyrir RÚV eða aðra.

Tökur hafnar á þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda

Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.

Nordic 12, nýtt samstarf norrænu almannastöðvanna um eflingu leikins efnis og aukið dagskrárframboð

Útvarpsstjórar norrænu almannaþjónustumiðlanna fimm kynntu á dögunum „Nordic 12“ sem er nýtt samstarf um framleiðslu og sýningu leikins efnis á almannastöðvum Norðurlandanna. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir í spjalli við Klapptré að þetta muni skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun íslensks efnis sem og tryggja aðgengi þess á hinum Norðurlöndunum.

Lestin á Rás 1 um „Mannasiði“: Rýfur vítahring þöggunar

Heiða Jóhannsdóttir fjallar um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal, í Lestinni á Rás 1 og segir hana gott dæmi um fágaða kvikmyndagerð fyrir sjónvarp.

Starafugl um „Mannasiði“: Að vanda til verka

Ragnheiður Birgisdóttir skrifar á Starafugl um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal. "Mannasiðir er saga um venjulegt fólk í íslenskum samtíma og því dregur myndin fólk að skjánum. Sú aðferð að sýna frá reynslu og tilfinningum bæði þolenda og gerenda er áhrifarík leið til að ná til áhorfenda," segir Ragnheiður meðal annars.

RÚV sýnir „Mannasiði“ um páskana

Mannasiðir kallast ný íslensk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem frumsýnd verður á RÚV um páskana. Myndin er samstarfsverkefni RÚV og framleiðslufyrirtækisins Glassriver, en María Reyndal leikstýrir og skrifar handrit. Sagan snýst um meint kynferðisbrot og áhrif þess á geranda, þolanda, fjölskyldur þeirra og vini.

BÍL: Nauðsynlegt að gera nýja áætlun um eflingu Kvikmyndasjóðs

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur lagt fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018. Meðal þess sem BÍL leggur til er að framlag til Kvikmyndasjóðs verði nær tvöfaldað og nái 2 milljörðum króna 2020 og að RÚV fái bætta þá skerðingu sem félagið hefur sætt á undanförnum árum.

RÚV gerir „Jól í lífi þjóðar“

Dagana 17.-25. desember 2017 mun RÚV bjóða öllum á Íslandi, sem og Íslendingum erlendis, að mynda það sem gerist um jólin og í aðdraganda þeirra og hlaða myndefninu upp á vef RÚV. Úr innsendu efni verður síðan gerð heimildamynd, Jól í lífi þjóðar, sem sýnd verður á RÚV að ári.

Þrjú ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV

Steinunn Þórhallsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla hjá RÚV. Birgir Sigfússon verður framkvæmdastjóri miðla og Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2. Alls sóttu 76 um þessi störf sem eru hluti af skipulagsbreytingum hjá RÚV.

RÚV kynnir breytt skipulag, þrjár nýjar stöður auglýstar

RÚV kynnti á dögunum uppfært stjórnskipulag sem ætlað er að styrkja dagskrárþróun, framleiðslu og stafræna miðlun. Þrjár nýjar stöður hafa verið auglýstar í tengslum við þessar breytingar.

Norrænu sjónvarpsstöðvarnar útvíkka samstarf um stóraukna framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni

Norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, RÚV, SVT og YLE hafa sammælst um nýja áætlun sem lýtur að auknum gagnkvæmum skiptum í formi samframleiðslu og sýninga á leiknu sjónvarpsefni. Útvarpsstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna undirrituðu samkomulagið á fundi sínum í Stokkhólmi í gær, fimmtudag. 

[Stikla] RÚV sýnir „Meinsærið“, heimildaþátt um rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu

Heimildaþátturinn Meinsærið - rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu verður sýndur á RÚV í kvöld, kl. 20.30. Stjórnandi er Jakob Halldórsson, en Helga Arnardóttir er umsjónarmaður.

RÚV kynnir vetrardagskrána

RÚV hefur kynnt vetrardagskrána 2017-18. Tvær leiknar þáttaraðir verða á dagskránni og frumsýningum íslenskra bíómynda fjölgar. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri segir skort á fjármögnun há framleiðslu þáttaraða verulega.

Hugmyndadagar RÚV í október

Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í fyrsta sinn í október 2017. Þar geta hugmyndasmiðir, höfundar, framleiðendur og aðrir kynnt hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV.

Gísli Örn um þáttaröðina „Verbúð“: Mik­il og marglaga saga

Gísli Örn Garðarsson ræðir meðal annars um fyrirhugaða þáttaröð sem Vesturport er með í undirbúningi í samvinnu við RÚV, í viðtali við Morgunblaðið. Þáttaröðin kallast Verbúð og verður í átta hlutum. Verkefnið var kynnt á Scandinavian Screenings á dögunum.

„Byltingin er hafin!“ fær 12 milljón króna vilyrði frá KMÍ

Heimildamyndin Byltingin er hafin! í stjórn Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar hefur fengið 12 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Myndin segir frá því þegar ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi 20. apríl 1970, lýstu því yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn og drógu rauðan fána að húni.

Lokað fyrir snemmbúna birtingu á „Out of Thin Air“ á Netflix, frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst

Heimildamyndin Out of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst. Í gær kom í ljós að myndin var fyrir mistök fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en búið er að loka fyrir birtingu. Hún verður opinberuð hjá streymisveitunni í lok september en áður, í byrjun septembermánaðar, verður hún sýnd á RÚV.

Magnús Guðmundsson: Er aðkallandi að framleiða „Sjálfstætt fólk“?

Magnús Guðmundsson ræðir leikið íslenskt sjónvarpefni í leiðara Fréttablaðsins á dögunum. Hann fagnar sóknarhug RÚV gagnvart slíku efni en setur spurningamerki við þá miklu fjármuni sem fara eiga í gerð kvikmyndar og þáttaraðar eftir skáldsögu sem kom út á árunum 1934-35 og á þar við Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness.

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum

Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.

Skarphéðinn Guðmundsson í viðtali um áherslur RÚV á leikið efni

Vefur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins birtir viðtal við Skarphéðinn Guðmundsson í kjölfar Scandinavian Screening kynningarmessunnar sem fram fór hér á landi á dögunum. Þar ræðir Skarphéðinn um áherslur RÚV varðandi leikið efni og verkefnastöðuna.

Fjórar væntanlegar íslenskar þáttaraðir kynntar á Scandinavian Screening 6.-8. júní

Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.

Hvernig ferðast heimildamyndir?

Sölumessan Scandinavian Screening er haldin hér á landi í fyrsta skipti dagana 6.-8. júní en þangað mæta stærstu kaupendur sjónvarpsefnis í heiminum og skoða norrænt efni. Messan er haldin að undirlagi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Í tilefni þessa hefur RÚV fengið Kim Christiansen, ritstjóra og umsjónarmann samframleiðslu heimildarmynda hjá DR Sales, til að halda fyrirlestur um sölu heimildamynda.

RÚV auglýsir eftir mannskap til að gera Skaupið

RÚV hefur auglýst eftir fólki til að taka að sér gerð næsta Áramótaskaups. Frestur til að skila inn umsókn er til og með 12. júní. Viðkomandi fá 30 milljónir króna til verksins.

Ólafur Egill Egilsson ráðinn handritaráðgjafi RÚV

Ólafur Egill Egilsson hefur verið ráðinn í stöðu handritaráðgjafa hjá dagskrárdeild sjónvarps á RÚV. Ólafur Egill var valinn úr hópi 79 umsækjenda og tekur þegar til starfa.

Stefna RÚV til 2021 kynnt; leikið efni í forgang, sérstök áhersla á yngri aldurshópa

Á ráðstefnu RÚV í dag kynnti Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri stefnu RÚV til næstu ára. Áhersla á leikna dagskrárgerð verður aukin enn frekar - meðal annars með stofnun sérstaks dramaráðs, sérstaklega verður hugað að því að ná til yngri kynslóða með þróun nýrra miðlunarleiða og dagskrárefnis og þá verður sérstakt hugmyndatorg (pitch session) haldið tvisvar á ári. Tilkynnt verður um ráðningu handritaráðgjafa á morgun.

RÚV og Baltasar Kormákur í samstarf um gerð bíómyndar og þáttaraðar eftir „Sjálfstæðu fólki“

RÚV og RVK Studios Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggjast á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Vonast er til að tökur hefjist síðla næsta árs.

Þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík í undirbúningi

Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast  einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.

RÚV kynnir nýja stefnu, dramadeild á leiðinni?

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri kynnir nýja stefnu RÚV til 2021 á opnum fundi fimmtudaginn 18. maí. Fundurinn verður haldinn í aðalmyndveri RÚV í Útvarpshúsinu við Efstaleiti og stendur frá kl. 13-16. Vangaveltur eru uppi um hvort meðal annars verði tilkynnt um stofnun sérstakrar "dramadeildar", en fyrir skömmu auglýsti RÚV eftir handritaráðgjafa fyrir leikið efni.

Lestin á RÚV um „Ég man þig“: Sterk glæpasaga en slappur hrollur

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, telur Ég man þig vera frambærilega glæpasögu en reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.

Ársskýrsla RÚV 2016 komin út

Ársskýrsla RÚV 2016 er komin út. Í skýrslunni er farið yfir reksturinn, fjallað um breyttar dagskráráherslur, farið í gegnum meginliði dagskrárinnar, viðhorfsmælingar, viðurkenningar tíndar til og sagt frá áherslum framundan.

„Out of Thin Air“, heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, heimsfrumsýnd á Hot Docs hátíðinni

Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.

Hulli sýndur í heild á vef RÚV

Önnur syrpa af þáttaröðinni Hulli hefur nú verið gerð opinber í heild á vef RÚV. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk þáttaröð er fáanleg við frumsýningu í heilu lagi.

X-faktorinn í íslensku sjónvarpsefni

Morgunblaðið fjallar um leikið íslenskt sjónvarpsefni og möguleika þess á alþjóðlegum markaði. Rætt er við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra RÚV og Davíð Óskar Ólafsson framleiðanda Fanga um stöðuna og horfur framundan.

„Fyrir Magneu“ Baldvins Z fær rúmar 23 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.

50% áhorf á lokaþátt „Fanga“

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá RÚV var meðaláhorf á lokaþátt Fanga um 50%. RÚV gerir ráð fyrir að heildaráhorf verði í kringum 60% þegar hliðrað áhorf (Frelsi og Sarpur) liggur fyrir. Þættirnir eru aðgengilegir á Sarpinum til og með 7. mars næstkomandi.

Fínt áhorf á „Fanga“

Samkvæmt áhorfsmælingum Gallup var meðaláhorf á fyrsta þátt Fanga, sem sýndur var þann 1. janúar, 48,7%. Hærra meðaláhorf var á annan þátt en hliðrað áhorf liggur ekki fyrir.

Rætt við aðstandendur „Fanga“

Menningin á RÚV ræddi við Ragnar Bragason, Unni Ösp Stefánsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttir, helstu aðstandendur þáttaraðarinnar Fanga, sem hefst á nýársdag á RÚV.

Heimildamyndin „Dagur í lífi þjóðar“ frumsýnd á RÚV í kvöld

Heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar eftir Ásgrím Sverrisson er sýnd í kvöld kl. 20:45 í RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli Sjónvarpsins. Í myndinni fjallar fjöldi Íslendinga um atvik úr lífi sínu þann 30. september 2015, fyrir sléttu ári síðan.

[Myndasýning] Bakvið tjöldin á upphafsárum Sjónvarpsins

Hér er að finna 161 ljósmynd úr fórum föður míns, Sverris Kr. Bjarnasonar, sem hann tók á árunum 1965 til 1981. Þetta eru tækifærismyndir, teknar af starfsmanni Sjónvarpsins og viðfangsefni þeirra eru vinnufélagarnir, að langmestu leyti fólkið á bakvið tjöldin þó að fólkinu á skjánum bregði einnig fyrir. Þetta eru einstakar myndir sem fanga tíðaranda og stemmningu upphafsára Sjónvarpsins. Flestar myndanna birtast nú opinberlega í fyrsta sinn.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR