RÚV auglýsir eftir mannskap til að gera Skaupið

RÚV hefur auglýst eftir fólki til að taka að sér gerð næsta Áramótaskaups. Frestur til að skila inn umsókn er til og með 12. júní. Viðkomandi fá 30 milljónir króna til verksins.

Á vef RÚV segir um þetta:

Innsendar tillögur þurfa að innihalda eftirfarandi:

 • Heildræna sýn á verkefnið; á aðferð, innihald og nálgun við framleiðslu.
 • Ítarlega lýsingu á efnistökum og nálgun í handriti.
 • Útfærsla á umgjörð, heildarsvip, uppbyggingu eða sérstöku þema.
 • Meginlínur í mönnun og/eða tillögur að helstu aðstandendum; leikstjóra, handritshöfundi og helstu leikurum.

Helstu forsendur við gerð Skaupsins:

 • Gerð er krafa um framúrskarandi gæði og hugmyndaauðgi.
 • Gert er ráð fyrir að Skaupið verði 45-60 mínútur að lengd.
 • Innihald skal að fullu vera í samræmi við gildandi lög og reglur um efni sem sýnt er á RÚV.
 • RÚV gerir kröfu um að framleiðandi fari eftir leikarasamningum RÚV við FÍL við framleiðslu efnisins
 • Farið verður fram á reglulegt samtal við dagskrárstjóra og aðkomu hans að lykilákvörðunum sem snerta framleiðsluna, þ.m.t. samþykkt handrits, mönnunar og á endanlegu klippi.
 • Meginlínum ber að skila klipptum eigi síðar en 15. desember en Skaupinu skal skila fullkláruðu til útsendingar eigi síðar en 28. desember.
 • RÚV greiðir framleiðanda 30 m. kr. til að standa straum af kostnaði við framleiðslu verksins en framleiðslusamningur milli aðila felur í sér nánari útfærslu og önnur atriði er varða framleiðsluna og skyldur framleiðanda og seljanda.

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017.

Upplýsingar um verkefnið veitir dagskrárstjóri sjónvarps, Skarphéðinn Guðmundsson skarpi@ruv.is, sími 515 3000.

Umsóknum er skilað rafrænt á www.ruv.is/Skaup17

RÚV vekur að auki athygli framleiðenda og kvikmyndagerðafólks á því að í haust verður fyrsta Hugmyndatorg RÚV haldið, þar sem RÚV kallar markvisst eftir tillögum að dagskrárefni og tilboðum frá sjálfstæðum framleiðendum. Er þetta gert að fyrirmynd svokallaðra „pitch-daga” erlendis. 

Sjá nánar hér: Áramótaskaupið 2017

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR