LIFUN – bíómynd um Geirfinnsmálið í uppsiglingu

Tök­ur á leik­inni kvik­mynd í fullri lengd um Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in hefjast á næsta ári, en á bak við mynd­ina standa leik­stjór­inn Eg­ill Örn Eg­ils­son (Eagle Eg­ils­son), fram­leiðend­urn­ir Ingvar Þórðar­son og Júlí­us Kemp og tón­list­armaður­inn Damon Al­barn sem mun semja tónlist fyr­ir mynd­ina. Mynd­in hef­ur fengið heitið Imag­ine Mur­der eða Lif­un á ís­lensku.

Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp.

Morgunblaðið greinir frá. Í fréttinni segir ennfremur:

Þá mun Sverr­ir Guðna­son leika aðal­hlut­verk mynd­ar­inn­ar, en hann hef­ur und­an­farið skot­ist upp á stjörnu­him­in­inn í Svíþjóð og mun fljót­lega koma út kvik­mynd um ævi tenn­is­stjörn­unn­ar Björn Borg, þar sem Sverr­ir leik­ur aðal­hlut­verkið.

Sverrir Guðnason mun leika aðalhlutverkið í nýju myndinni.
Sverr­ir Guðna­son mun leika aðal­hlut­verkið í nýju mynd­inni. mbl.is/​Friðrik Tryggva­son

Al­barn og Ingvar hafa áður unnið sam­an við gerð mynd­ar­inn­ar 101 Reykja­vík þar sem Al­barn samdi tónlist.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ingvar að hand­ritið að mynd­inni hafi verið klárt í tvö ár og verk­efnið í heild hafi verið fjög­ur ár í und­ir­bún­ingi. Áætlað er að mynd­in verði frum­sýnd árið 2019, en nú þegar er búið að selja sýn­ing­ar­rétt að henni í Þýskalandi og Skandína­víu.

Seg­ir Ingvar að fjár­mögn­un sé kom­in lang leiðina og að ef ákveðið hefði verið að hafa hana á ensku væri það mál frá­gengið. Fram­leiðend­urn­ir telji mynd­ina hins veg­ar hluta af ís­lenskri sögu og því nauðsyn­legt að hafa hana á ís­lensku. Seg­ir hann að það að hafa Egil sem leik­stjóra og Sverri í aðal­hlut­verk­inu hafi hjálpað mikið til við að laða að fjár­festa, en Eg­ill hef­ur meðal ann­ars þó nokkr­um stórþátt­um í Banda­ríkj­un­um, eins og CSI Cy­ber, CSI Miami, Got­ham, The Black list og nú síðast Train­ing Day þætti.

Fyrr í þess­um mánuði var heim­ild­ar­mynd­in Out of thin air, sem einnig fjall­ar um sama mál, frum­sýnd. Það var Sagafilm sem fram­leiddi þá mynd. Þá hef­ur verið til­kynnt um fram­leiðslu á þátt­um um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið sem RVK Studi­os ætla að fram­leiða. Munu þeir nefn­ast The Reykja­vík Con­fessi­ons.

Sjá nánar hér: Kvikmynd um Geirfinnsmálið í fullri lengd – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR