HeimEfnisorðThe Damned

The Damned

Collider um THE DAMNED: Sker inn að beini

Chase Hutchinson hjá Collider hælir The Damned eftir Þórð Pálsson, en myndin var frumsýnd á Tribeca hátíðinni í New York í gær.

THE DAMNED sýnd væntanlegum kaupendum á Berlínarhátíðinni

Protagonist Pictures mun sýna væntanlegum dreifingaraðilum brot úr kvikmynd Þórðar Pálssonar, The Damned, á European Film Market í Berlín í vikunni.

Tökum lokið á THE DAMNED í leikstjórn Þórðar Pálssonar

Tökur á The Damned, fyrstu bíómynd Þórðar Pálssonar (Brot), fóru fram á Vestfjörðum og lauk í mars. Breska sölufyrirtækið Protagonist Pictures kynnir verkefnið á markaðnum í Cannes, en myndin er væntanleg undir lok árs.

Bíómynd Þórðar Pálssonar THE DAMNED fær fjármögnun frá Bretlandi

Bíómyndin The Damned í leikstjórn Þórðar Pálssonar hefur fengið 250 þúsund pund, eða tæpar 43 milljónir króna, frá UK Global Screen Fund sem fjármagnar evrópsk samframleiðsluverkefni.

Níu íslensk verkefni til Haugasunds

Níu íslensk kvikmyndaverkefni á mismunandi stigum framleiðsluferlis verða hluti af alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram 20.-26. ágúst í Noregi. Verkefnin sem um ræðir eru Tryggðarpantur, War is Over, The Wind Blew On, Vetrarbræður, East by Eleven, The Damned, Martröð, Pale Star og The Wall.

Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson fá stuðning frá Nordic Genre Boost

Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson de Fleur fá styrki til að þróa verkefni sín frá Nordic Genre Boost, sérstöku átaki Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Styrkupphæðin nemur þremur milljónum króna á verkefni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR