spot_img

Guðmundur Andri um „Vonarstræti“ og „París norðursins“

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson.

Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil í Fréttablaðið um Vonarstræti og París norðursins. Hann segir þá fyrrnefndu dregna stórum dráttum, allt að því melódramatíska og 19. aldarlega í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hina innhverfa og ísmeygilega.

Guðmundur Andri segir meðal annars:

Þetta eru ólíkar myndir sem maður ætti kannski ekki að tala um í sömu andrá; önnur dregin stórum dráttum, allt að því melódramatísk og 19. aldarleg í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hin innhverf og ísmeygileg; en báðar eftir unga karlmenn sem vonandi fá að gera margar góðar myndir fyrir okkur. Báðar myndirnar eru um þetta sem góðar myndir fjalla oft um: Af hverju erum við svona? af hverju fór þetta svona hjá okkur? hvað er eiginlega að okkur?

Gott og illt

Í báðum myndunum fylgjumst við með ungu fólki reyna að fóta sig í íslenskri tilveru sem fer fram á forsendum gömlu skarfanna – gömlu stórfiskanna – og þar sem er eiginlega nánast vonlaust að lifa sómasamlegu lífi. Í báðum myndunum er ferningur: ungt par og eldri karlar, illt eyðingarafl og vanmáttug góðvild.

Sjá nánar hér: Vísir – Óðal feðranna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR