HeimEfnisorðGuðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri um „Reyni sterka“: Hugsjón íslenska karlmannsins um frelsi og líf á eigin forsendum

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður skrifar um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. á fésbókarsíðu sína í kjölfar sýningar á myndinni á RÚV á nýársdag. Hann segir meðal annars: "Mögnuð mynd, sem leiddi hugann að gömlum sagnaþáttum og þjóðlegum fróðleik; kannski að í þessari mynd hafi íslenskum kvikmyndagerðarmanni lánast að tengja list sína við þennan mikilvæga en forsmáða hluta íslenskra bókmennta." Umsögn hans er birt hér í heild með leyfi höfundar.

Guðmundur Andri Thorsson um „Fanga“: Sem sagt gott

"Því að hvað sem líður því sem kann að vera of eða van í þáttunum þá skiptir það ekki máli hjá hinu, að áhöfninni á bak við þessa þætti hefur tekist að búa til mannlíf handa okkur að fylgjast með og lifa okkur inn í – og spegla okkur í," segir Guðmundur Andri Thorsson um þáttaröðina Fanga í Fréttablaðinu. Sýningum lauk í gærkvöldi.

Guðmundur Andri um „Hrúta“: Íslenski kotbóndinn getur hvorki lifað né drepist

Guðmundur Andri Thorsson skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í Fréttablaðið og segir hana stóra sögu um hvernig sambandið við landið og skepnurnar rofnaði með þeim afleiðingum að Íslendingar eru að mörgu leyti enn dálítið ráðvillt þjóð með reikula sjálfsmynd.

Guðmundur Andri um „Vonarstræti“ og „París norðursins“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil í Fréttablaðið um Vonarstræti og París norðursins. Hann segir þá fyrrnefndu dregna stórum dráttum, allt að því melódramatíska og 19. aldarlega í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hina innhverfa og ísmeygilega.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR