„Vonarstræti“ vinnur aðalverðlaunin á Norrænum bíódögum í Lübeck

vonarstræti collageHinum árlegu Norrænu bíódögum er að ljúka í Lübeck í Þýskalandi og rétt í þessu var tilkynnt að Vonarstræti eftir Baldvin Z. hefði unnið aðalverðlaun hátíðarinnar, NDR Film Prize.

Verðlaunin hafa verið veitt frá 1990 fyrir „kvikmynd í fullri lengd af sérstökum listrænum gæðum“.

Fjöldi íslenskra kvikmynda tók þátt í hátíðinni að þessu sinni og má sjá lista yfir þær hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR