„Hross í oss“ og „Vonarstræti“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

European-Film-Academy-AwardsEvrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 50 myndir sem keppa munu um tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tvær íslenskar myndir, Hross í oss og Vonarstræti, eru í hópnum.

Tilnefningar verða kynntar þann 8. nóvember næstkomandi á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Sevilla á Spáni. Sjálf verðlaunaafhendingin fer fram í Riga Lettlandi þann 13. desember.

Yfir 3.000 meðlimir Evrópsku kvikmyndaakademíunnar kjósa á næstunni um þær myndir sem tilnefningu hljóta.

Sjá heildarlista hér: European Film Awards – Selection 2014.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR