„París norðursins“ á blússandi siglingu

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Björn Thors í París norðursins.
Björn Thors í París norðursins.

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er á góðri siglingu þessa dagana, bæði hvað varðar aðsókn og viðbrögð. Myndin er nú í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir aðra sýningarhelgi og fór upp um eitt sæti milli vikna sem er vísbending um að hún sé að spyrjast vel út.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um viðbrögð við myndinni.

„Björn Thors er frábærlega heillandi leikari” – Hollywood Reporter

„Alger snilld. Frábærlega fyndin og hittir allt gott fólk fáránlega vel”  – Einar Kárason/Facebook

„Einhver sú allra besta mynd sem ég hef séð lengi” – Listaukinn, Rás 1

„Yndislega meinfyndið gamandrama…Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er einn efnilegasti leikstjóri Evrópu” – Screen Daily

„Helgi Björns stelur senunni” – Dr. Gunni

„Hafsteinn og Huldar, frábært tvíeyki” – Hallgrímur Helgason/Facebook

„Ég tek ofan alla mína hatta fyrir Helga Björns…Nanna Kristín á stórleik…Mann langar helst að fara strax og sjá myndina aftur” – Silja Aðalsteins, TMM

„Gullfalleg kvikmyndataka” – Variety

„Ég verð að fara aftur á þessa mynd” – Mikael Torfason/Facebook 

„Pissfyndin. Óþægileg. Dramatísk á köflum. Manneskjuleg. Raunveruleg. Sorgleg. Hún hefur allt sem góð bíómynd þarf að hafa en er samt svo stórkostlega einföld“ – Guðrún Veiga

Hér má sjá stikluna úr myndinni: 

Titillag myndarinnar með Prins póló var 3 vikur á Vinsældarlista Rásar 2 – en datt niður í annað sæti um nýliðinna helgi.

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Athugasemdir

álit