spot_img

Margar frumsýningar framundan – „Afinn“ frumsýnd 25. september, þrjár myndir í október

Sigurður Sigurjónsson er afinn.
Sigurður Sigurjónsson er afinn.

Fjölmargar íslenskar kvikmyndir verða sýndar í kvikmyndahúsum á haustmánuðum.

París norðursins er þegar í gangi og situr nú í efsta sæti aðsóknarlistans. Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd þann 25. september og Borgriki II: blóð hraustra manna birtist þann 17. október. Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum kemur einnig í október og sömuleiðis Grafir og bein Antons Sigurðssonar sem verður frumsýnd 31. október.

Óvíst er enn með frumsýningar á Fúsa Dags Kára og Sumarbörnum Guðrúnar Ragnarsdóttur.

Afinn er gamandrama og seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Íslands og á Land­spít­al­ann. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk.

Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr) Tinna Sverrisdóttir og Jón Gnarr Jónsson (jr).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR