Margar frumsýningar framundan – “Afinn” frumsýnd 25. september, þrjár myndir í október

Sigurður Sigurjónsson er afinn.

Sigurður Sigurjónsson er afinn.

Fjölmargar íslenskar kvikmyndir verða sýndar í kvikmyndahúsum á haustmánuðum.

París norðursins er þegar í gangi og situr nú í efsta sæti aðsóknarlistans. Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd þann 25. september og Borgriki II: blóð hraustra manna birtist þann 17. október. Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum kemur einnig í október og sömuleiðis Grafir og bein Antons Sigurðssonar sem verður frumsýnd 31. október.

Óvíst er enn með frumsýningar á Fúsa Dags Kára og Sumarbörnum Guðrúnar Ragnarsdóttur.

Afinn er gamandrama og seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Íslands og á Land­spít­al­ann. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk.

Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr) Tinna Sverrisdóttir og Jón Gnarr Jónsson (jr).

Athugasemdir

álit

Tengt efni