62.000 manns horfðu á „Vonarstræti“ á RÚV um páskana, allt að 93.000 á fjórðu Sveppamyndina

vonarstræti collageVonarstræti Baldvins Z var sýnd í Sjónvarpinu á páskadag. Tæknileg mistök urðu í útsendingu en engur að síður horfðu um 62.000 manns á myndina í uppsöfnuðu áhorfi samkvæmt áhorfsmælingum Gallup og virðast flestir hafa látið sig hafa ósamræmi milli hljóðs og myndar því meðaláhorf er um 57.000 manns..

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum í leikstjórn Braga Hinrikssonar var einnig sýnd yfir páskahelgina í þremur hlutum. Flestir sáu síðasta hlutann eða 93.000 manns í uppsöfnuðu áhorfi. Að meðaltali horfðu 68.000 manns á verkið í heild.

Miðað er við aldursbilið 12-80 ára.

Vonarstræti-sveppi4-áhorf-RÚV-páskar2015

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR