Films Boutique höndlar „Vonarstræti“ um veröld víða

Vonarstræti-þorvaldur-þorsteinnKvikmyndafélag Íslands hefur samið við hið virta þýska sölufyrirtæki Films Boutique um sölurétt á kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z.

Film Boutique hefur á sínum snærum kvikmyndir eftir öndvegisleikstjóra á borð við Andrzej Wajda, Bela Tarr og Alexander Sokurov að ógleymdum framleiðendum eins og Angelinu Jolie. Þá hafa myndir á boðstólum hjá Films Boutique hlotið Óskarsútnefningar og Silfurbjörninn í Berlín, Gullljónið í Feneyjum auk verðlauna á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum.

Sýningar á myndinni hefjast í Kan­ada, Tékklandi, Dan­mörku, Svíþjóð, Finn­landi og Nor­egi á nýju ári.

Alls hafa nú rúmlega 44.000 Íslendingar séð myndina og er sýningum hvergi nærri lokið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR