„Vonarstræti“ sýnd í Danmörku, fær ágætis umsagnir

vonarstræti hera þorsteinnAlmennar sýningar á Vonarstræti hefjast í dönskum kvikmyndahúsum á morgun, en myndin er sýnd undir heitinu De små ting eða Litlu hlutirnir. Myndin fær almennt ágætar umsagnir í dönsku pressunni.

DR segir persónurnar kunnuglegar úr öðrum myndum og segir fjölpersónustrúkturinn minna á myndir á borð við Bræður og Hefndina eftir Susanne Bier, 21 Grams og Babel eftir Alejandro Gonzalez Iñarritú og Crash eftir Paul Haggis. Myndin sé þó ánægjuleg á að horfa vegna góðs leiks, frásagnaruppbyggingar, tónlistar og klippingar. DR gefur myndinni fjórar stjörnur af sex.

Soundvenue segir lokakaflann veikan en Baldvin Z kunni að koma til skila áhrifamiklum örlagasögum vegna sannfæringar sinnar á styrk melódramans líkt og Bier og einnig Ole Bornedal.

Jótlandspósturinn segist óska sér að handritshöfundarnir hefðu hreinsað meira af óþarfa í burtu og þétt söguna. Blaðið gefur þrjár stjörnur af sex.

Politiken (tengill finnst ekki) segir: „Sögurnar þrjár fléttast vel saman en það er fyrst og fremst í ástríðufullri persónusköpuninni sem myndin öðlast líf. […] Aðalpersónurnar þrjár fá mismikið vægi þannig að myndin er stundum afturþung og stuttaraleg en í heildina sterk upplifun, grípandi og skemmtileg frásögn frá Íslandi þar sem eldur brennur einnig í æðum persónanna á tjaldinu.“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR