Minning | Þorbjörn Ágúst Erlingsson 1955-2015

Þorbjörn Ágúst Erlingsson hljóðmaður við tökur á Skyttunum eftir Friðrik Þór Friðriksson árið 1986.
Þorbjörn Ágúst Erlingsson hljóðmaður við tökur á Skyttunum eftir Friðrik Þór Friðriksson árið 1986.

Þorbjörn Ágúst Erlingsson hljóðmaður er fallinn frá, 59 ára að aldri. Hann var einn af reyndustu hljóðupptökumönnum íslenskrar kvikmyndagerðar og kom sem slíkur að vel á fjórða tug kvikmynda allt frá 1987.

Þorbjörn, eða Tobbi eins og hann var yfirleitt kallaður, fæddist 17. september 1955. Hann lauk námi í hljóðupptökum frá Danska kvikmyndaskólanum 1987 og hóf sama ár störf við íslenska kvikmyndagerð.

Meðal mynda sem hann vann að má nefna Skytturnar, Ingaló, Agnesi, Veggfóður, Benjamín dúfuBlossa/810551Perlur og svín, Maríu, Stikkfrí, Dansinn og nú siðast Algjöran Sveppa og töfraskápinn frá 2011. Lista yfir verk hans má finna hér.

Þorbjörn varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 28. mars síðastliðinn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR