Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur átti ágæta frumsýningarhelgi, en alls sáu myndina 4.224 manns frumsýningarhelgina ef forsýningar eru meðtaldar. Myndin situr í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS. Þetta er þriðja stærsta opnun íslenskrar kvikmyndar á árinu.
Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 50 myndir sem keppa munu um tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tvær íslenskar myndir, Hross í oss og Vonarstræti, eru í hópnum.
Toronto hátiðinni er nú lokið, en enn berast fínir dómar um Vonarstræti. Alex Billington hjá bandaríska kvikmyndavefnum First Showing lýkur miklu lofsorði á myndina.
Vonarstræti íleikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.