Heim Ársuppgjör Bíó Paradís lítur yfir árið

Bíó Paradís lítur yfir árið

-

Fjölmenni kom á Evrópska kvikmyndahátíð í september.
Fjölmenni kom á Evrópska kvikmyndahátíð í september.

Bíó Paradís gerir upp árið í pistli á vef sínum. Sýndar voru 24 íslenskar bíómyndir á árinu sem og 11 heimildamyndir. 31 evrópsk bíómynd var frumsýnd og 13 erlendar heimildamyndir.

Meðal helstu viðburða ársins voru:

  • Alþjóðleg barnamyndahátíð
  • Evrópska kvikmyndahátíðin
  • Íslensk kvikmyndahelgi
  • Þýskir kvikmyndadagar
  • Pólskir kvikmyndadagar
  • Rúmenskir kvikmyndadagar
  • Rússneskir kvikmyndadagar
  • Kúbanskir kvikmyndadagar
  • Reykjavík Shorts & Docs Festival
  • Svartir sunnudagar

Meðal gesta á árinu má nefna austurríska leikstjórann Ulrich Seidl, en mynd hans Paradís: Ást var vinsælasta mynd bíósins 2013 – og pólsku leikstýruna Agniezka Holland. Þá kom bíóið sér upp fullkomnum stafrænum sýningarbúnaði á árinu og kennsla í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga fór á fullt skrið.

Sjá nánar hér: 2013 var stórkostlegt ár í Bíó Paradís!.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.